Hreinlæti þarf ekki hreinsiefni

Það þarf engin kemísk efni til að þrífa. Þetta hefur ENJO sannað í meira en 30 ár: dag eftir dag, um allan heim, með nýtísku ENJOtex trefjum, alhliða vörulína og aðeins kalt vatn. Verndum umhverfið og heilsuna – svo ekki sem minst á veskið. Fylgið okkur ENJO leiðina. Það er þess virði

Framleitt í Austurríki - Fyrir allan heiminn

Við höfum tröllatrú á vörunum okkar því við framleiðum þær sjálfir – í Austurríki- og notum aðallega innlend hráefni. Engin útvistun á vinnuafli við vafasamar aðstæður og því getum við verið fullviss um gæði vörunnar.

Allir með ENJO

ENJO vex með sínum starfsmönnum. Samfélagsleg ábyrgð og virðing er hornsteinn okkar hugmyndafræði.

Okkar markmið

Fólk
ENJO byggir á sanngirni og gæðasamstarfi með öllum ENJO ráðgjöfum, viðskiptavinum, birgjum, starfsmönnum og dreifingaraðilum.

 

Varan
ENJO býður snilldar, umhverfisvæna vöru framleidda í Austurríki, sem gerir líf þitt einfaldara, stuðlar að betri heilsu og sparar tíma og peninga.

Umhverfið
ENJO axlar ábyrgð og þökk sé ENJOhreinum heimilum, þá legggjum við okkar að mörkum til betra umhverfis fyrir okkur og kynslóðum framtíðar.

Þjónusta
ENJO býður upp á frábæra, persónulega þjónustu og ánægðir viðskiptavinir okkar eru besti vitnisburðurinn um það

Starfið
ENJO býður gott vinnuumhverfi með fullum stuðningi.

Fyrirtækið
ENJO er sveigjanlegt og fjölskylduvænt fyrirtæki sem nýtur vaxandi árangurs  um allan heim fyrir kosti og gæða varanna.

CLEAN THE WORLD

Í yfir 30 ár hefur ENJO framleitt sérstakar trefjavörur til þrifa á allskyns yfirborði og óhreinindum. Við notum hágæða umhverfisvæn hráefni og framleiðslan er umhverfisvæn. Notaðar trefjar fara svo í endurvinnslu. Við fáum allt okkar hráefni frá birgjum í nágrenni okkar, sendum vörurnar með skipi eða lestum þegar það er mögulegt og tökum ábyrgð á umhverfisvænni losun úrgangs. Fleiri og fleiri viðskiptavinir um allan heim spara fleiri lítra af vatni og hreingerningarefnum á hverju ári með því að þrífa með ENJO.

Þannig stuðlum við að heilbrigðu og eiturefnafríu heimilli og stuðlum að hreinu umhverfi fyrir komandi kynslóðir.

Á myndinni: Forstjóri ENJO GmbH Walter Grießer, kona hans Renate og sonur Markus

ÞETTA BYRJAÐI ALLT MEÐ FRÁBÆRRI HUGMYND

Saga ENJO byrjaði með eftirtekt – og sérstakri hugmynd. Um vorið 1985, varð Friedrich Engl, uppfinninga og athafnamaður frá Vorarlberg, Austurríki, vitni að olíuleka í vatnið Constance. Hann fylgdist með slökkviliðsmönnum fást við að hreinsa olíuna úr vatninu og það veitti honum hvatningu til að finna nýja og betri lausn. Heima hjá sér hóf hann tilraunir til þess að ná olíu úr vatni. Í ferlinu fann hann trefjar með sérstaka eiginleika: þær þrifu djúpt í yfirborð flata – án þess að nota nokkur hreinsiefni, heldur aðeins með vatni. ENJOtex trefjarnar urðu til. Frá þessari uppgövtun varð nýstárleg þrifaaðferð til og þróaðist hratt.

Árið 1990,  var ENJO formlega stofnað með það að markmiði að kynna þessa byltingarkenndu aðferð og endurhugsa þrif – á sjálfbæran, áhrifaríkan, og umhverfisvænan hátt.

Árið 2024, var ENJO endurskipulagt: samstarfsaðilar til langs tíma í Kufstein Austurríki Renate and Walter Grießer tóku við stjórninni og stofnuðu ENJO GmbH. Þau fylgja stöðugt eftir upphaflegu hugsjóninni – þrif með hreinu vatni, án hreinsiefna, fyrir viðskiptavini og umhverfið.

Any other questions about the company?

We’re happy to answer them. Send us a contact form or call us right now: +46 (270) 16 85 0

Senda skilaboð